Hvað er Meta Geta?

Allt á einum stað
Meta Geta býður upp á heildstætt gæðakerfi sem sameinar allar mælingar, matstæki og viðmið á einum stað.

Ekki bara ein mæling á hvern þátt
Kerfið gerir alltaf ráð fyrir að meta út frá mismunandi matshópum eða matstækjum. T.d. ef skólinn ætlar að meta gæði kennslu, þá er leitað svara hjá nemendum, foreldrum og kennurum, með því að leggja fyrir kannanir og jafnvel út frá fleiri þáttum.

Mælaborðið
Það mikilvægasta við mælaborðið er að það er gagnvirkt og uppfærist jafn óðum sjálfkrafa. Mælaborðið er einnig bein tengt inn í ferlið þannig að það þarf ekki að flytja inn upplýsingar úr innra matinu inn í umbótastarfið (umbótaáætlanir eða skýrslur. Það gerist sjálfkrafa.

Samanburður
Mikilvægasti samanburðurinn er samanburður á milli mismunandi hópa og samanburður á mismunandi matstækjum þannig að hægt sé að skoða stöðuna úr frá mismunandi hliðum. Kerfið býður upp á mikla fjölbreytni þegar það kemur að samanburði til þess að auðvelda skólum að rýna í niðurstöður.

Gæðaviðmiðin
Inn í kerfinu er hægt að sjá gæðaviðmið fyrir hvern matsþátt. Gæðaviðmiðin byggja að mestu leiti á gæðaviðmiðum MMS og öðrum viðurkenndum gæðaviðmiðum. Ath. gæðaviðmiðin hafa verið aðlöguðu að kerfinu, orðalagi sumstaðar breytt ákvðenir þættir teknir út og aðrir settir inn. Hægt er að sjá allar breytingar sem gerðar hafa verið á gæðaviðmiðum MMS hér.

Aðferðarfræði
Meta Geta er byggt á þeirri hugmynd að til þess að fá goða innsýn inn í ákveðna þætti þá sé mikilvægt að skoða málin út frá mismunandi sjónarhornum:
1. Raunverulegar athuganir á aðstæðum eða viðfangsefnum. t.d. vettvangsheimsókn stjórnenda, jafningjamat, sjálfsmat ofl.
2. Viðhorf, skoðanir og þekking sem safnað er t.d. með viðtölum, könnunum eða rýnihópum ofl.
3. Gagna- og tölfræðigreiningar, byggðar á mælingum, tölfræði og staðreyndum. T.d. mætingatölur, námsmat, tilkynningar, eftirlitsskýrslur, kennsluáætlanir ofl.

Beta & þrepin
Til þess að kerfið geti virkað sem heildstætt innra mats gæðakerfi sem styður raunverulega við umbætur og framþróun, er gríðarlega mikilvægt að það sé einfalt og þægilegt að fara í gegnum ferlið frá upphafi til enda. Að það þurfi ekki að byrja á því að móta ferlið í hvert sinn sem innra mat er framkvæmt heldur sé ferlið innbyggt inn í kerfið og tengist beint við aðra hluti kerfisins.